3 Mikilvæg atriði þegar kemur að kaupum á tölvu fyrir grafíska hönnun

Þú verður eflaust sammála mér þegar ég segi að ekki hvaða tölva sem er kemur til greina þegar það kemur að grafískri hönnun. Þetta er vegna þess að nýjustu grafísku forritin eru mjög kröfuhörð þegar það kemur að tölvubúnaði. Hér förum við yfir það helsta sem þú þarft að vita þegar þú verslar þér tölvu fyrir grafíska hönnun. Ef þú ert nýr á þessu sviði þá eru hér 3 mikilvæg atriði sem þarf að huga að.

1. Skjákort

Fyrsti mikilvægi hluturinn sem þarf að vera í lagi er skjákortið. Þú verður að átta þig á því að AI, Photoshop, InDesign og restin af nýjustu hönnunarforritunum eru kröfuhörð þegar kemur að grafískri frammistöðu. Þó að meðaltölvur seljast með skjákorti, þá mæli ég alltaf með að skoða betri kosti ef þú vilt fá bestu frammistöðuna.

2. Örgjörvi

Þetta er annað mikilvægt atriði, alveg eins og skjákortið og er stór partur af uppsetningu tölvu sem á að nota fyrir slíka vinnu. Eitt sem þú munt komast að er að flestan hugbúnað er hægt að keyra á meðal góðum örgjörva en grafíkþörfin er mjög há. Allt frá i5 örgjörva mun virka mjög vel, en ef þú ert að reyna að spara þá ætti i3 örgjörvi að standa sig vel svo lengi sem þú ert með gott skjákort.

3. Vinnsluminni

Einnig þekkt sem RAM, þetta er annar mikilvægur þáttur varðandi vélbúnaðarkröfur grafísks hugbúnaðar. Leitast er við að fá að minnsta kosti 8GB til að ná sem bestum árangri, en samt er 4GB vinnsluminni nóg svo lengi sem þú ert með gott skjákort. Annars mun grafíkin herja á aðal vinnsluminninu sem getur haft áhrif á afkastagetu.

Samantekt

Þessi þrjú atriði eru þau helstu sem þarf að huga að þegar kemur að kaupum á tölvu fyrir grafíska hönnun. Mikilvægt er að eiga gott minniskort þar sem að þú kemur til með að geyma alla þína vinnu þar, og einnig þarf að passa að allur hugbúnaður sé rétt uppsettur.