Apple milli steins og sleggju vegna vefhönnunar lögbrots

Orðspor Apple, eitt af dýrustu vörumerkjum heims, er í hættu eftir að fyrirtækinu var stefnt fyrir dóm. Málið snýst um vandamál við notkun á skjálesurum á vefsíðunni apple.com.

Í málsókn í héraðsdómi Manhattan heldur stefnandi, Himelda Mendez, því fram að vefhönnun og uppsetning apple.com fylgi ekki III. kafla Bandaríkjanna um fötlunarlög (ADA). Þessi reglugerð bannar mismunun allra einstaklinga með fötlun þegar kemur að aðgangi að öllu almenningsrými. Í rökfærslu hennar segir stefnandinn að apple.com brjóti gegn þessari reglugerð einfaldlega með því að apple.com er á Apple Store , sem þýðir að það er í almenningsrými. En hvernig er mismununin á hluta fatlaðra?

Stefnandinn, Mendez, er sjónskertur og löglega blindur borgari sem notar skjálesara. Ef þú þekkir ekki skjálesara þá eru það tæki sem geta þýtt veftexta í talað mál, betur þekkt sem taktíl blindraletur. Þetta er mikilvæg tækni sem er notuð til að gera blindrum og sjónskertum kleift að nota internetið. Í kvörtuninni leggur stefnandi fram að Apple-vefsíðan hefur ekki alt-text eiginleika sem leyfa skjálesurum að skilja textalýsinguna í grafíkinni. Í staðinn fyrir alt-texta eiginleika á síðunni er ótengdur hlekkur, og þetta ruglar skjálesarann. Fyrir Mendez er þetta beinlínis mismunun á hendur sjónskerta, sem er nokkuð tæknilegt en mjög gilt sjónarmið.

Enn sem komið er, er erfitt að átta sig á hvernig málsóknin muni enda. Þá þarf sérstaklega að hafa í huga að HR B620 er til staðar. Það er ný reglugerð sem var sett í Bandaríkjunum til að binda enda á misnotkun málsókna. Lögin krefja lögmann fyrst um að tilkynna þeim ásakaða um kröfu eða kvörtun skjólstæðings síns, sem í þessu tilfelli er óaðgengileg aðstaða, og gefa þeim færi á að laga hana áður en málið getur verið tekið gillt fyrir rétti.

Hingað til hefur Apple ekki brugðist við, en við gerum ráð fyrir að þau muni bregðast fljótt við, sér í lagi ef stefnandi hefur tilkynnt um óaðgengilega aðstöðu á apple.com.