Category Archives: jbj

Eftirspurn eftir grafískum hönnuðum eykst til muna í tölvuleikjaiðnaði

Tölvuleikjahönnuðir hafa sýnt mikla löngun til að ráða nýtt hæfileikafólk í grafískri hönnun. Áhugasamir umsækjendur þurfa að geta samþætt verk sín við nýjustu tækni í tækja- og leikjahugbúnaði. Í nýlegri grein greindi vefsíðan Creative Review frá því hvernig góð sagnalist og listrænn skáldskapur hefur smám saman flust frá kvikmyndum til tölvuleikja.

Þessi miðill tölvuleikja getur kynnt hina ýmsu skáldheima í frjálsara formi en kvikmyndir geta gert. Grafískir hönnuðir geta sagt sannfærandi sögur á einstakan og listrænan hátt. Nú þegar hafa verið settir fram tölvuleikir sem nota listræna hönnun í stað hefðbundins útlits og það hefur verið mjög

áhrifaríkt og verulega vinsælt meðal viðskiptavina.

Eitt dæmi er leikjaframleiðandinn Telltale sem hefur búið til helling af endurgerðum vinsælla sjónvarpsþátta í formi tölvuleikja með mjög góðum árangri. Í stað þess að sýna persónurnar eins og þær sjást venjulega á skjánum, ákváðu framleiðendur að gefa hönnuðum sínum meira listrænt frelsi. Þetta leiddi til stíls sem lítur út fyrir að atburðirnir á skjánum hafi verið handteiknaðir. Þessi hönnun passar fullkomlega við anda og gagnvirkan hugbúnað leiksins.

Telltale hefur notað þennan hönnunarstíl fyrir marga leiki, svo sem The Walking Dead, Game of Thrones og Batman. Oft hafa aðrir forritarar meiri áhyggjur af því hversu skörp grafíkin er, frekar en hvernig hún er listrænt framsett. Þetta leiðir til nokkuð óspennandi stíls sem höfðar ekki til viðskiptavina.

Það er orðið nokkuð ljóst að almenningur er byrjaður að hafna þessum stíl í þágu einstaks og listræns spennandi myndefnis. Þetta er ein af ástæðum þess að Cuphead 2017 hlaut svo miklar vinsældir. Leikurinn líkir eftir útliti fyrstu hreyfimyndanna. Mörgum fannst það vera mjög hressandi nálgun, eins og ferskur andardráttur, og bæði gagnrýnendur og viðskiptavinir lofuðu listræna nálgunina. Það þykir líklegt að grafískir hönnuðir verði ráðnir í auknum mæli í framtíðinni til að búa til fleiri leiki með einstakt, áhugavert og listrænt útlit.

Grafískir hönnuðir ráðnir til að hanna kreditlista sjónvarpsþátta

Nú er það orðinn staðalbúnaður sjónvarpsefnis að hafa hæfileikaríka grafíska hönnuði í röðum sínum til að búa til einstaklega vel gerða kreditlista. Á undanförnum árum hafa margir sjónvarpsþættir lagt áherslu á að hafa listræna og vel hannaða kreditlista.

Áður fyrr voru kreditlistarnir aðeins hugsaðir sem ómerkilegur aukahlutur af hálfu stjórnenda sjónvarpsins. Þeir álitu svo að eini tilgangur þeirra væri að búa til brú frá hrárri opnuninni til fyrsta atriðisins. Nú geta þeir hins vegar jafnvel verið kallaðir einskonar stuttmyndir. Margir kreditlistar innihalda skemmtilegar stafrænar fígúrur og list sem er búin til af nokkrum af bestu grafísku hönnuðum samtímans.

Þakka má sjónvarpsstöðinni HBO fyrir að hefja þessa þróun og gera þetta svona algengt. Þættirnir þeirra True Detective og True Blood innihalda flókna grafíska hönnun sem passar við aðalpersónur þáttanna. Kannski er einna best þekkta dæmið Games of Thrones. Kreditlistarnir eru sífellt að breytast og lagast að framgangi þáttaraðarinnar og skapa heilan heim frammi fyrir augum áhorfandans.

Aðrar þáttaraðir sem er vert að nefna fyrir grafíska hönnun sína í kreditlistum eru X Files, Twilight Zone og Cheers. Þessir þættir hjálpuðu til við nýsköpun í hvernig væri hægt væri að sýna kreditlista. Þeir gerðu þættina einnig auðþekkjanlega og sköpuðu þannig í raun sérstakt vörumerki.

Aukning á grafískum hönnuðum sem starfa í sjónvarpsiðnaðinum getur einnig stafað af tölvugerðu eða teiknuðu efni. Teiknimyndir eru að verða sífellt vinsælli og stúdíó eru að framleiða mikið af þeim. Hinar miklu vinsældir sem The Simpsons sankaði að sér hefur hjálpað þessari þróun. Þættirnir um Simpson fjölskylduna, sem allir ættu að þekkja, hafa verið í sýningu í næstum 30 ár og heldur áfram að fá mikið lof og góð ummæli. Nýrri þættir eins og Rick & Morty og South Park frá stúdíóinu Adult Swim eru einnig góð dæmi. Báðar þáttaraðirnar hafa á undanförnum árum uppfært kreditlistana sína með nýjustu tækni í grafískum hönnunarhugbúnaði.

3 Mikilvæg atriði þegar kemur að kaupum á tölvu fyrir grafíska hönnun

Þú verður eflaust sammála mér þegar ég segi að ekki hvaða tölva sem er kemur til greina þegar það kemur að grafískri hönnun. Þetta er vegna þess að nýjustu grafísku forritin eru mjög kröfuhörð þegar það kemur að tölvubúnaði. Hér förum við yfir það helsta sem þú þarft að vita þegar þú verslar þér tölvu fyrir grafíska hönnun. Ef þú ert nýr á þessu sviði þá eru hér 3 mikilvæg atriði sem þarf að huga að.

1. Skjákort

Fyrsti mikilvægi hluturinn sem þarf að vera í lagi er skjákortið. Þú verður að átta þig á því að AI, Photoshop, InDesign og restin af nýjustu hönnunarforritunum eru kröfuhörð þegar kemur að grafískri frammistöðu. Þó að meðaltölvur seljast með skjákorti, þá mæli ég alltaf með að skoða betri kosti ef þú vilt fá bestu frammistöðuna.

2. Örgjörvi

Þetta er annað mikilvægt atriði, alveg eins og skjákortið og er stór partur af uppsetningu tölvu sem á að nota fyrir slíka vinnu. Eitt sem þú munt komast að er að flestan hugbúnað er hægt að keyra á meðal góðum örgjörva en grafíkþörfin er mjög há. Allt frá i5 örgjörva mun virka mjög vel, en ef þú ert að reyna að spara þá ætti i3 örgjörvi að standa sig vel svo lengi sem þú ert með gott skjákort.

3. Vinnsluminni

Einnig þekkt sem RAM, þetta er annar mikilvægur þáttur varðandi vélbúnaðarkröfur grafísks hugbúnaðar. Leitast er við að fá að minnsta kosti 8GB til að ná sem bestum árangri, en samt er 4GB vinnsluminni nóg svo lengi sem þú ert með gott skjákort. Annars mun grafíkin herja á aðal vinnsluminninu sem getur haft áhrif á afkastagetu.

Samantekt

Þessi þrjú atriði eru þau helstu sem þarf að huga að þegar kemur að kaupum á tölvu fyrir grafíska hönnun. Mikilvægt er að eiga gott minniskort þar sem að þú kemur til með að geyma alla þína vinnu þar, og einnig þarf að passa að allur hugbúnaður sé rétt uppsettur.

Hversu mikilvægur er hugbúnaður ætlaður grafískri hönnun?

Í dag býður nútíma tækni upp á óteljandi möguleika fyrir þá sem leitast að mjög snöggri þjónustu á ýmsum sviðum og er grafísk hönnun engin undantekning. Viðskiptavinir vilja ekki lengur bíða í margar vikur og jafnvel mánuði þar til að verkefnum þeirra sé lokið. Grafískir hönnuðir gegna stóru hlutverki þegar það kemur að hönnun og opnun nýrra vefsíða. Þeir sem eru með viðskipti sín í gegnum netið búast nú við enn skjótari þjónustu en það sem þótti ásættanlegt fyrir ekki svo löngu síðan. Til þess að geta mætt kröfum viðskiptavina þurfa grafískir hönnuðir að nýta sér öll úræði sem þeim býðst, til dæmis hugbúnað sem ætlaður er grafískri hönnun.

Hversu mikilvæg er grafísk hönnun fyrir viðskiptavini?

Grafísk hönnun er ekki bara mikilvæg fyrir þá sem stunda viðskipti á netinu heldur einnig fyrir verslanir og fyrirtæki sem nýta sér ekki eingöngu netumferð.

Tegundir grafískra hugbúnaða

Ein tegund hugbúnaðar sem margir grafískir hönnuðir eru að treysta á er rastor grafík ritill og vektor grafík ritill. Algengustu forritin sem eru notuð heita Adobe Photoshop og Adobe Illustrator. Það eru til ókeypis útgáfur sem hönnuðir geta nýtt sér en á móti kemur að frí útgáfa forritsins býður ekki upp á jafn marga valmöguleika og sú útgáfa sem þú getur fjárfest í.

Að læra á hugbúnaðinn

Eitt það mikilvægasta við þessa týpu hugbúnaðaforrita er að þau verða vera auðveld í notkun. Tímasparnaður er mikilvægur þegar kemur að grafískri hönnun. Hönnuðir hafa ekki efni á að eyða tíma í að læra á ný forrit sem þeir gætu þurft að nota til að vinna verkefni sín. Þeir þurfa einnig að geta notað hugbúnað sem er jafn góður og helst betri en það sem keppinautarnir eru að vinna með. Ef þeir nýta sér ekki nýjustu tæknina þá eru allar líkur á að þeir skili ekki inn samkeppnishæfri vinnu.

Blind manneskja kærir Apple

Í Nýlegri málsókn er haldið fram að vefsíðuhönnun Apple brjóti gegn lögum sem eiga að stuðla að auðveldara aðgengi fatlaðra. Þann 18. ágúst 2018 sendi Himelda Mendez kvörtun sem hélt því fram að skipulag svæðisins sé erfitt fyrir sjónskerta að skilja. Þar sem vefsíðan er í boði í verslunum félagsins gæti vefsíða Apple verið í bága við lög varðandi fatlaða. Flestar ríkisstjórnir krefjast þess að fyrirtæki veiti fötluðum viðskiptavinum sömu þjónustu og aðrir viðskiptavinir fá, þar á meðal aðgang að vefsvæðum og netþjónustu.

Mendez er löglega blind og notar skjálesara sem þýðir texta og orð í blindraletur eða hljóð. Kvörtunin heldur því fram að forritunarkóðinn sem Apple notar sé ekki nægjanlegur til að leyfa skjálesaranum að þýða síðuna almennilega. Lesarinn getur ekki lýst grafísku myndum síðunnar. Endurteknir tenglar rugla lesarann vegna þess að þeir tengjast oft á sömu vefslóð. Sumar myndir hafa ekki texta sem leyfir skjálesara að vita hvernig hlekkurinn virkar.

Árið 2008, birti W3C, stofnun sem stuðlar að vefstöðlum fyrir fatlaða, leiðbeiningar um hvernig á að gera vefsíður notendavænar fyrir fatlaða. Samkvæmt kvörtuninni er vefsíðuhönnun Apple í samhengi við vísvitandi mismunun , vegna þess að hún hunsar bestu starfsvenjur fyrir vef sem er nothæfur fyrir fólk með fatlanir.

Á þessu ári hafa lögsóknir sem tengjast aðgengi vefsíðna fjölgað. Þá hefur verið 30 prósent aukning frá árinu 2017. Lögfræðingar eru að reyna að koma í veg fyrir kvartanir með því að bregðast við næstum 5.000 málum sem lögð voru inn á fyrstu sex mánuðum ársins 2018. Ný lög, sem leyfa brottækum fyrirtækjum að fá tækifæri til að leiðrétta uppsettningu á vefsvæðum, eru í vinnslu. Kærendur verða að gefa vefsíðueigendum tækifæri á að laga vandann áður en lögsókn er lögð inn.

Vefhönnuðir ættu að hafa aðgang viðskiptavina í huga meðan á skipulagi stendur. Það eru nokkrar venjur sem tryggja að fatlaðir notendur geti auðveldlega farið á vef fyrirtækisins, þar á meðal að nota texta fyrir myndskeið og búa til afrit.

Hönnunarábendingar fyrir spilavíti á netinu

Mikill fjöldi leikmanna velur að nota internet síður frekar en að fara sjálfir í spilavíti. Eigendur spilavíta eru að horfast í augu við þessar miklu breytingar á markaðinum og fjárfesta verulega miklum peningum í vefhönnun. Ef leikurinn er betri en aðrir í útliti og spilun, mun hann skara fram úr. Þetta er að verða sífellt samkeppnishæfari iðnaður. Til að hjálpa eigendum spilavíta að búa til bestu síðuna eru nokkrar ábendingar sem er vert að íhuga.

Fyrst og fremst þarf eigandi spilavítis að ráða virkilega góða hönnuði. Það er öruggast að finna einn sem nú þegar hefur glæsilega ferilskrá. Þannig muntu hafa vísbendingar um getu þeirra til að skila vel unnu verki. Það þýðir líka að þú getur litið á þá eiginleika sem hönnuðurinn hefur sett hjá öðrum síðum, og beðið um að þeir séu til staðar á síðu spilavítisins.

Samstarf og samskipti eru lykillinn að árangursríkri spilasíðu. Það er starf eiganda spilavítisins að tilgreina hvernig þeir vilja að síðan líti út, hvort hann vilji að það sé t.d. blackjack eða rúlletta á síðunni og hvað hún á að vera fær um að gera. Einnig eru spilakassar verulega vinsælir á slíkum síðum. Vefhönnuðir eru skapandi fólk svo þeir munu oft bjóða upp á áhugaverðar breytingar og nýjar hugmyndir. Það er undir stjórn eigandans að ákveða hvort þessar hugmyndir séu notaðar.

Tækni er alltaf að breytast og nútíma spilavítis síða ætti að halda í við nýlegan hugbúnað. Því er mikilvægt að einhver sé ráðinn til að uppfæra síðuna reglulega. Það kann að vera þess virði að gefa vefhönnuðinum lengri samning til þess að takast á við öll vandamál sem koma upp með hugbúnaðinum seinna meir.

Fjármál eru einnig mál sem ættu að vera í fararbroddi í huga spilavítieigandans á öllum tímum. Það er gott og blessað að búa til afar áhrifamikla spilavítissíðu sem skemmtir leikmönnum. Hins vegar, ef síðan fer yfir fjárhagsáætlun, þá mun það taka af hagnaðinum sem síðan kemur til með að fá.

Apple milli steins og sleggju vegna vefhönnunar lögbrots

Orðspor Apple, eitt af dýrustu vörumerkjum heims, er í hættu eftir að fyrirtækinu var stefnt fyrir dóm. Málið snýst um vandamál við notkun á skjálesurum á vefsíðunni apple.com.

Í málsókn í héraðsdómi Manhattan heldur stefnandi, Himelda Mendez, því fram að vefhönnun og uppsetning apple.com fylgi ekki III. kafla Bandaríkjanna um fötlunarlög (ADA). Þessi reglugerð bannar mismunun allra einstaklinga með fötlun þegar kemur að aðgangi að öllu almenningsrými. Í rökfærslu hennar segir stefnandinn að apple.com brjóti gegn þessari reglugerð einfaldlega með því að apple.com er á Apple Store , sem þýðir að það er í almenningsrými. En hvernig er mismununin á hluta fatlaðra?

Stefnandinn, Mendez, er sjónskertur og löglega blindur borgari sem notar skjálesara. Ef þú þekkir ekki skjálesara þá eru það tæki sem geta þýtt veftexta í talað mál, betur þekkt sem taktíl blindraletur. Þetta er mikilvæg tækni sem er notuð til að gera blindrum og sjónskertum kleift að nota internetið. Í kvörtuninni leggur stefnandi fram að Apple-vefsíðan hefur ekki alt-text eiginleika sem leyfa skjálesurum að skilja textalýsinguna í grafíkinni. Í staðinn fyrir alt-texta eiginleika á síðunni er ótengdur hlekkur, og þetta ruglar skjálesarann. Fyrir Mendez er þetta beinlínis mismunun á hendur sjónskerta, sem er nokkuð tæknilegt en mjög gilt sjónarmið.

Enn sem komið er, er erfitt að átta sig á hvernig málsóknin muni enda. Þá þarf sérstaklega að hafa í huga að HR B620 er til staðar. Það er ný reglugerð sem var sett í Bandaríkjunum til að binda enda á misnotkun málsókna. Lögin krefja lögmann fyrst um að tilkynna þeim ásakaða um kröfu eða kvörtun skjólstæðings síns, sem í þessu tilfelli er óaðgengileg aðstaða, og gefa þeim færi á að laga hana áður en málið getur verið tekið gillt fyrir rétti.

Hingað til hefur Apple ekki brugðist við, en við gerum ráð fyrir að þau muni bregðast fljótt við, sér í lagi ef stefnandi hefur tilkynnt um óaðgengilega aðstöðu á apple.com.

Spilavíti á netinu laða að sér viðskiptavini með notendavænni hönnun

Áætlun fyrir vel hönnuð netspilavíti ætti að einbeita sér að reynslu notenda. Samkeppnin er stíf þar sem keppinautar eru stöðugt að poppa upp á netinu. Fjölgaðu viðskiptavinum þínum með því að samtvinna eftirfarandi þrjú ráð sem gera spilavítið aðlaðandi og auðvelt að nota.

Í fyrsta lagi, auktu þátttöku notanda á vefsvæðinu með aðgerðarsamtali (CTA). Skriflegar skipanir hvetja vefsíðuna til að bregðast við kröfum svæðisins. Vel hannaður CTA hnappur grípur athygli leikmanns, eykur viðskiptahlutfall og leiðbeinir notandanum að viðeigandi aðgerð. Íhuga þarf staðsetningu CTA-hnappsins, stærð hans, texta og lit. Ef hann er uppsettur í rökréttri stöðu, með tælandi litum, þá ætti hann að auka smelli. Einnig er hægt að meta árangur CTA til að tryggja að hnappurinn sé að vinna að viðskiptamarkmiðunum.

Í öðru lagi, leitarkassi er nauðsynlegur fyrir internet spilavíti svo þú getir leitað að hlutum eins og spilakassa, sem hefur mikið og fjölbreytt efni. Leitarkassi gerir vefsvæðið auðveldara í notkun sem eykur ánægju viðskiptavina. Að viðhalda hamingjusömum viðskiptavinum hjálpar spilavíti við að auka viðskipti, bæta vörumerkið, auka reynslu og halda hollustu viðskiptavina. Leitarkassar eru venjulega efst í horninu á vefsíðunni. Settu leitarstikuna þína á sýnilegan blett. Markmið þitt er að gera reynslu leikmanna á netinu þægilega og skemmtilega. Leit í gegnum síður spilavítisins ætti að vera friðsæl reynsla fyrir notandann.

Í þriðja lagi, haltu innihaldinu einföldu. Einfaldur texti hjálpar nýjum leikmönnum að grípa til hefðbundinna spilavítis orða og setninga. Orðalisti, myndskeið og spilavítisleiðbeiningar munu hjálpa byrjendum að læra á síðuna. Með því að lágmarka efni og grafík mun síðan vera virkari, því þá eru hleðslustundir fleiri. Einföld spilavíti eru aðlaðandi og þægileg til notkunar.

Hönnun á netspilavíti sameinar grunn grafík og tækni með einföldu efni til að tæla notendur til að spila leikina. Auðveld leiðsögn og ánægja á fjárhættuspilum byggja hollustu, búa til vinsældir sem dreifir vörumerkinu og veitir viðurkenningu á internetinu. Hönnunin gegnir mikilvægu hlutverki við að auka viðskiptavini spilavítisins.

Grafísk hönnun er mótuð af sífellt meiri notkun farsíma

Á undanförnum árum hafa stór fyrirtæki viðurkennt mikilvægi grafískrar hönnunar. Vel gert lógó og aðlaðandi vefsíða getur látið vörumerki standa upp úr frá öllum öðrum. Mörg fyrirtæki hafa nú stofnað deild sérstaklega fyrir vefhönnun fyrirtækisins. Þetta eru frábærar fréttir fyrir þá sem hafa valið vefhönnun fyrir feril sinn.

Auk þess er í gangi ný þróun sem mun hafa áhrif á tegundir verkefna sem grafískir hönnuðir munu þurfa að fást við í framtíðinni. Oft ráða fyrirtæki einhvern til að búa til myndir og skipuleggja opinberu vefsíðuna sína. Hefð er fyrir því að þetta sé skoðað af viðskiptavinum og almenningi á tölvuskjá. Hins vegar hafa venjur lesenda breyst verulega og von er á að þessi hefð muni breytast verulega fljótt.

Aðgang að internetinu er nú oftar en ekki að fá á ferðatækjum, svo sem snjallsímum og spjaldtölvum. Þess má geta að tæplega 87% íslendinga eiga og nota snjallsíma, samkvæmt könnun sem gerð var árið 2016. Þetta þýðir að heildarútlit vefsíðunnar mun nú beinast að því hvernig hægt er að skoða það á snjallsímaskjá. Venjulega þýðir þetta að grafískir hönnuðir munu þurfa að búa til vefsíður fyrir snjallsímaskjái í staðinn fyrir venjulega tölvuskjái. Þetta getur hugsanlega breytt öllu útliti vefsíðunnar.

Þeir sem búa til myndir fyrir vefsíður verða nú að laga sig að nútímalegri aðferð lesenda til að meðhöndla sjónrænt efni. Stór fyrirtæki hafa þegar byrjað að breyta síðum sínum til að höfða til farsímanotenda. Til dæmis hefur New York Times gjörbreytt útliti sínu á netinu. Þetta nýja útlit sýnir löngun þeirra til að einbeita sér að notendum sem kjósa að lesa af spjaldtölvum sínum og snjallsímum.

Eins og þú sérð er þessi nýja stefna líkleg til að verða venjan í framtíðinni. Farsímar eru ólíklegir til að verða minna vinsælir þar sem tæknin er í stöðugri þróun ár eftir ár. Grafískir hönnuðir þurfa nú að laga sig að þessum nýjungum og breyta því hvernig þeir búa til myndir fyrir viðskiptavini sína.

Vefhönnunarráð fyrir spilavíti á netinu

Viðskiptafræðingar standa frammi fyrir mörgum áskorunum í dag og þær eru mjög ólíkar þeim sem fólk þurfti að takast á við á árum áður. Tækninýjungum fjölgar ört og viðskiptaheimurinn þarf að laga sig að öllum þessum nýjungum. Margar mismunandi atvinnugreinar tengjast viðskiptum og ein mikilvæg spilavítaiðnaðurinn.

Hvaða áskoranir standa frammi fyrir spilavítaiðnaðinum?

Spilavítaiðnaðurinn, eins og margt annað, verður fyrir mikilli samkeppni. Nú á dögum þurfa spilavíti takast á við samkeppnisaðila sína á netinu. Til allrar hamingju eru nokkur úrræði til staðar til að aðstoða við þetta. Einn mikilvægasti þátturinn er vefhönnun.

Ábendingar um góða vefhönnun fyrir spilavíti

Vegna mikils úrvals af spilavítum á netinu þurfa þau spilavíti sem vilja standa uppúr að vera með góða vefhönnun. Hér eru nokkur atriði sem hægt er að einbeita sér að í vefhönnun sem getur látið netspilavíti eins og River Belle casino app standa uppúr meðal samkeppnisaðila.

Litur:

Litur í vefhönnun er mikilvægur þáttur þar sem ákveðnar litasamsetningar geta komið fólki í ákveðið skap. Spilavíti vilja vekja eftirvæntingu og spennu hjá fólki sem heimsækir síðuna. Það er hægt að velja úr nokkrum litum sem hafa þessi áhrif en með réttri blöndu má búa til vefsíðu sem hefur þau áhrif að fólk verður meira spennt fyrir því að spila.

Þema:

Mikilvægt er að hafa í huga ákveðið þema þegar kemur að vefhönnun fyrir spilavíti. Þemað byggir upp vörumerkið og gerir það eftirminnilegt í huga spilarans. Þetta er tilgangur vörumerkis.

Afhending upplýsinga:

Spilavíti verður að geta komið mikilvægum upplýsingum til skila á fljótlegan hátt. Þetta þýðir að vefhönnuðir spilavíta verða að hanna þau þannig að það sé hægt að koma skilaboðum til spilarans á sem auðveldastan hátt.

Auðvelt í notkun:

Spilarar sem spila á netinu vilja ekki að það sé of flókið að nota síðuna því þá fara þeir að leita annað. Vefhönnuður hefur það verkefni að búa til síðu sem auðvelt er að vafra um.