Category Archives: jbj

Af hverju er vefhönnun mikilvæg á Íslandi?

Sumir ímynda sér kannski að Ísland sé bara eyja sem er ekki með alla nútímatækni heimsins á hreinu. Þeir sem hugsa á þennan hátt gætu ekki haft meira rangt fyrir sér. Þegar um er að ræða nýja tækni, nýta íbúar Íslands sér tæknina í mörgum mismunandi myndum, þar á meðal farsíma og þá yfirleitt flottustu og nýjustu snjallsímana.

Hvernig koma snjallsímar vefhönnun við?

Þeir einstaklingar sem hafa snjallsíma nota þá fyrir svo margt annað en samskipti. Þeir eru nú notaðir sem mikilvæg tæki til að komast inn á netið hvar og hvenær sem er. Þetta þýðir að fyrirtæki sem eru á netinu hafa frábært tækifæri til að ná til viðskiptavina sem treysta á farsímann. En þetta mun aðeins nýtast fyrirtækjum ef vefsíða þeirra er vel uppsett og auðveld í notkun. Þetta þýðir að fyrirtækið verður að hafa góða og vel unna vefhönnun.

Hversu mikilvægt er internetið á Íslandi?

Margir verða eflaust hissa þegar þeir komast að því að íbúar Íslands nýta sér internetið meira en flest önnur lönd. Tölfræði sýnir að Ísland er með 92% internetnotkun. Það sem gerir netið hér á landi enn áhugaverðra er að flestar tengingar eru á háhraða neti.

Kostir vefhönnunar.

Ísland er kjörinn markaður fyrir vefhönnuði og þróendur á þessu sviði. Sér í lagi þar sem hægt er að bjóða upp á þessa þjónustu auðveldlega. Fyrir suma getur tungumálið verið hindrun en það eru úrræði sem geta hjálpað til við að sigrast á því.

Lykill að velgengni vefhönnunar á Íslandi er að vera fullkomlega meðvitaður um mikilvægi internetsins, og þá að geta greint þarfir tiltekinna markaða sem tengjast fyrirtækjum sem krefjast vefsíðu.

Allt of oft halda vefhönnuðir sig innan þægindaramma síns sem gæti t.d. verið þeirra eigið land. Ef að vefhönnuður ætlar sér að ná langt þarf hann að geta teygt sig og sína hæfileika til annara landa.

Vefhönnun snýst í auknum mæli um samfélagsmiðla

Í mörg ár hafa fyrirtæki ráðið vefhönnuði til að búa til sjálfstæðar síður frá grunni. Eitt af mikilvægum forritum sem hönnuðir hafa notað lengi er Adobe Dreamweaver. Það er ennþá notað af sérfræðingum hugbúnaðariðnaðarins þökk sé hversu auðvelt er að hanna og sérsníða vefi með því.

Þeir sem eru fróðir um flókna forritun geta byggt upp vefsíðu á stuttum tíma með því að nota þessi forrit. Hins vegar er landslag vefhönnunar að breytast. Þetta er ekki vegna hugbúnaðarbreytinga, heldur breytinga á markaðsaðferðum.

Eins og er, eru samfélagsmiðlar að verða helsti vettvangur almennings fyrir markaðssetningu. Þeir gera viðskiptavinum kleift að hafa samband við fyrirtæki á opinberum umræðuþráðum. Til dæmis eru fyrirtæki að ráða sérfræðinga í samfélagsmiðlum til að bregðast við fyrirspurnum frá notendum á Twitter og Facebook.

Smáforrit í síma eru að taka við af vefsíðum í vafra. Þetta orsakast af því að notendur eru líklegri til að skoða gögn í snjalltækjum sínum en á tölvu. Vegna þessa verða vefhönnuðir nú að breyta því hvernig þeir búa til markaðssetningu fyrirtækisins.

Efnið sem búið er til núna þarf að vera í samræmi við þessa nýju forritunartækni. Það þarf að einbeita sér að því að breyta útlitinu til að falla betur að smekk viðskiptavina. Það er áhyggjuefni fyrir fólk í þessum iðnaði að vefhönnun breytist svona mikið. Þeir sem eru færir um að búa til síður með nýjasta hugbúnaðinum munu eiga auðveldara með að fá verkefni en hönnuðir sem treysta á gömlu forritin, svo sem Adobe Dreamweaver eins og fyrr segir.

Það lítur út fyrir að á næstu árum verði bylting í því hvernig þessi iðnaður verður rekinn. Nauðsynlegt er að hugsa um nnýjar leiðir til hönnunar. Það gæti þurft að aðlaga eldri aðferðir við að búa til síður, eða kannski munu fagmenn hætta endanlega að nota þær, til að fylgja nýjungum á markaði.