Category Archives: jbj1

3 Mikilvæg atriði þegar kemur að kaupum á tölvu fyrir grafíska hönnun

Þú verður eflaust sammála mér þegar ég segi að ekki hvaða tölva sem er kemur til greina þegar það kemur að grafískri hönnun. Þetta er vegna þess að nýjustu grafísku forritin eru mjög kröfuhörð þegar það kemur að tölvubúnaði. Hér förum við yfir það helsta sem þú þarft að vita þegar þú verslar þér tölvu fyrir grafíska hönnun. Ef þú ert nýr á þessu sviði þá eru hér 3 mikilvæg atriði sem þarf að huga að.

1. Skjákort

Fyrsti mikilvægi hluturinn sem þarf að vera í lagi er skjákortið. Þú verður að átta þig á því að AI, Photoshop, InDesign og restin af nýjustu hönnunarforritunum eru kröfuhörð þegar kemur að grafískri frammistöðu. Þó að meðaltölvur seljast með skjákorti, þá mæli ég alltaf með að skoða betri kosti ef þú vilt fá bestu frammistöðuna.

2. Örgjörvi

Þetta er annað mikilvægt atriði, alveg eins og skjákortið og er stór partur af uppsetningu tölvu sem á að nota fyrir slíka vinnu. Eitt sem þú munt komast að er að flestan hugbúnað er hægt að keyra á meðal góðum örgjörva en grafíkþörfin er mjög há. Allt frá i5 örgjörva mun virka mjög vel, en ef þú ert að reyna að spara þá ætti i3 örgjörvi að standa sig vel svo lengi sem þú ert með gott skjákort.

3. Vinnsluminni

Einnig þekkt sem RAM, þetta er annar mikilvægur þáttur varðandi vélbúnaðarkröfur grafísks hugbúnaðar. Leitast er við að fá að minnsta kosti 8GB til að ná sem bestum árangri, en samt er 4GB vinnsluminni nóg svo lengi sem þú ert með gott skjákort. Annars mun grafíkin herja á aðal vinnsluminninu sem getur haft áhrif á afkastagetu.

Samantekt

Þessi þrjú atriði eru þau helstu sem þarf að huga að þegar kemur að kaupum á tölvu fyrir grafíska hönnun. Mikilvægt er að eiga gott minniskort þar sem að þú kemur til með að geyma alla þína vinnu þar, og einnig þarf að passa að allur hugbúnaður sé rétt uppsettur.

Hönnunarábendingar fyrir spilavíti á netinu

Mikill fjöldi leikmanna velur að nota internet síður frekar en að fara sjálfir í spilavíti. Eigendur spilavíta eru að horfast í augu við þessar miklu breytingar á markaðinum og fjárfesta verulega miklum peningum í vefhönnun. Ef leikurinn er betri en aðrir í útliti og spilun, mun hann skara fram úr. Þetta er að verða sífellt samkeppnishæfari iðnaður. Til að hjálpa eigendum spilavíta að búa til bestu síðuna eru nokkrar ábendingar sem er vert að íhuga.

Fyrst og fremst þarf eigandi spilavítis að ráða virkilega góða hönnuði. Það er öruggast að finna einn sem nú þegar hefur glæsilega ferilskrá. Þannig muntu hafa vísbendingar um getu þeirra til að skila vel unnu verki. Það þýðir líka að þú getur litið á þá eiginleika sem hönnuðurinn hefur sett hjá öðrum síðum, og beðið um að þeir séu til staðar á síðu spilavítisins.

Samstarf og samskipti eru lykillinn að árangursríkri spilasíðu. Það er starf eiganda spilavítisins að tilgreina hvernig þeir vilja að síðan líti út, hvort hann vilji að það sé t.d. blackjack eða rúlletta á síðunni og hvað hún á að vera fær um að gera. Einnig eru spilakassar verulega vinsælir á slíkum síðum. Vefhönnuðir eru skapandi fólk svo þeir munu oft bjóða upp á áhugaverðar breytingar og nýjar hugmyndir. Það er undir stjórn eigandans að ákveða hvort þessar hugmyndir séu notaðar.

Tækni er alltaf að breytast og nútíma spilavítis síða ætti að halda í við nýlegan hugbúnað. Því er mikilvægt að einhver sé ráðinn til að uppfæra síðuna reglulega. Það kann að vera þess virði að gefa vefhönnuðinum lengri samning til þess að takast á við öll vandamál sem koma upp með hugbúnaðinum seinna meir.

Fjármál eru einnig mál sem ættu að vera í fararbroddi í huga spilavítieigandans á öllum tímum. Það er gott og blessað að búa til afar áhrifamikla spilavítissíðu sem skemmtir leikmönnum. Hins vegar, ef síðan fer yfir fjárhagsáætlun, þá mun það taka af hagnaðinum sem síðan kemur til með að fá.

Grafísk hönnun er mótuð af sífellt meiri notkun farsíma

Á undanförnum árum hafa stór fyrirtæki viðurkennt mikilvægi grafískrar hönnunar. Vel gert lógó og aðlaðandi vefsíða getur látið vörumerki standa upp úr frá öllum öðrum. Mörg fyrirtæki hafa nú stofnað deild sérstaklega fyrir vefhönnun fyrirtækisins. Þetta eru frábærar fréttir fyrir þá sem hafa valið vefhönnun fyrir feril sinn.

Auk þess er í gangi ný þróun sem mun hafa áhrif á tegundir verkefna sem grafískir hönnuðir munu þurfa að fást við í framtíðinni. Oft ráða fyrirtæki einhvern til að búa til myndir og skipuleggja opinberu vefsíðuna sína. Hefð er fyrir því að þetta sé skoðað af viðskiptavinum og almenningi á tölvuskjá. Hins vegar hafa venjur lesenda breyst verulega og von er á að þessi hefð muni breytast verulega fljótt.

Aðgang að internetinu er nú oftar en ekki að fá á ferðatækjum, svo sem snjallsímum og spjaldtölvum. Þess má geta að tæplega 87% íslendinga eiga og nota snjallsíma, samkvæmt könnun sem gerð var árið 2016. Þetta þýðir að heildarútlit vefsíðunnar mun nú beinast að því hvernig hægt er að skoða það á snjallsímaskjá. Venjulega þýðir þetta að grafískir hönnuðir munu þurfa að búa til vefsíður fyrir snjallsímaskjái í staðinn fyrir venjulega tölvuskjái. Þetta getur hugsanlega breytt öllu útliti vefsíðunnar.

Þeir sem búa til myndir fyrir vefsíður verða nú að laga sig að nútímalegri aðferð lesenda til að meðhöndla sjónrænt efni. Stór fyrirtæki hafa þegar byrjað að breyta síðum sínum til að höfða til farsímanotenda. Til dæmis hefur New York Times gjörbreytt útliti sínu á netinu. Þetta nýja útlit sýnir löngun þeirra til að einbeita sér að notendum sem kjósa að lesa af spjaldtölvum sínum og snjallsímum.

Eins og þú sérð er þessi nýja stefna líkleg til að verða venjan í framtíðinni. Farsímar eru ólíklegir til að verða minna vinsælir þar sem tæknin er í stöðugri þróun ár eftir ár. Grafískir hönnuðir þurfa nú að laga sig að þessum nýjungum og breyta því hvernig þeir búa til myndir fyrir viðskiptavini sína.

Vefhönnun snýst í auknum mæli um samfélagsmiðla

Í mörg ár hafa fyrirtæki ráðið vefhönnuði til að búa til sjálfstæðar síður frá grunni. Eitt af mikilvægum forritum sem hönnuðir hafa notað lengi er Adobe Dreamweaver. Það er ennþá notað af sérfræðingum hugbúnaðariðnaðarins þökk sé hversu auðvelt er að hanna og sérsníða vefi með því.

Þeir sem eru fróðir um flókna forritun geta byggt upp vefsíðu á stuttum tíma með því að nota þessi forrit. Hins vegar er landslag vefhönnunar að breytast. Þetta er ekki vegna hugbúnaðarbreytinga, heldur breytinga á markaðsaðferðum.

Eins og er, eru samfélagsmiðlar að verða helsti vettvangur almennings fyrir markaðssetningu. Þeir gera viðskiptavinum kleift að hafa samband við fyrirtæki á opinberum umræðuþráðum. Til dæmis eru fyrirtæki að ráða sérfræðinga í samfélagsmiðlum til að bregðast við fyrirspurnum frá notendum á Twitter og Facebook.

Smáforrit í síma eru að taka við af vefsíðum í vafra. Þetta orsakast af því að notendur eru líklegri til að skoða gögn í snjalltækjum sínum en á tölvu. Vegna þessa verða vefhönnuðir nú að breyta því hvernig þeir búa til markaðssetningu fyrirtækisins.

Efnið sem búið er til núna þarf að vera í samræmi við þessa nýju forritunartækni. Það þarf að einbeita sér að því að breyta útlitinu til að falla betur að smekk viðskiptavina. Það er áhyggjuefni fyrir fólk í þessum iðnaði að vefhönnun breytist svona mikið. Þeir sem eru færir um að búa til síður með nýjasta hugbúnaðinum munu eiga auðveldara með að fá verkefni en hönnuðir sem treysta á gömlu forritin, svo sem Adobe Dreamweaver eins og fyrr segir.

Það lítur út fyrir að á næstu árum verði bylting í því hvernig þessi iðnaður verður rekinn. Nauðsynlegt er að hugsa um nnýjar leiðir til hönnunar. Það gæti þurft að aðlaga eldri aðferðir við að búa til síður, eða kannski munu fagmenn hætta endanlega að nota þær, til að fylgja nýjungum á markaði.