Category Archives: jbj2

Grafískir hönnuðir ráðnir til að hanna kreditlista sjónvarpsþátta

Nú er það orðinn staðalbúnaður sjónvarpsefnis að hafa hæfileikaríka grafíska hönnuði í röðum sínum til að búa til einstaklega vel gerða kreditlista. Á undanförnum árum hafa margir sjónvarpsþættir lagt áherslu á að hafa listræna og vel hannaða kreditlista.

Áður fyrr voru kreditlistarnir aðeins hugsaðir sem ómerkilegur aukahlutur af hálfu stjórnenda sjónvarpsins. Þeir álitu svo að eini tilgangur þeirra væri að búa til brú frá hrárri opnuninni til fyrsta atriðisins. Nú geta þeir hins vegar jafnvel verið kallaðir einskonar stuttmyndir. Margir kreditlistar innihalda skemmtilegar stafrænar fígúrur og list sem er búin til af nokkrum af bestu grafísku hönnuðum samtímans.

Þakka má sjónvarpsstöðinni HBO fyrir að hefja þessa þróun og gera þetta svona algengt. Þættirnir þeirra True Detective og True Blood innihalda flókna grafíska hönnun sem passar við aðalpersónur þáttanna. Kannski er einna best þekkta dæmið Games of Thrones. Kreditlistarnir eru sífellt að breytast og lagast að framgangi þáttaraðarinnar og skapa heilan heim frammi fyrir augum áhorfandans.

Aðrar þáttaraðir sem er vert að nefna fyrir grafíska hönnun sína í kreditlistum eru X Files, Twilight Zone og Cheers. Þessir þættir hjálpuðu til við nýsköpun í hvernig væri hægt væri að sýna kreditlista. Þeir gerðu þættina einnig auðþekkjanlega og sköpuðu þannig í raun sérstakt vörumerki.

Aukning á grafískum hönnuðum sem starfa í sjónvarpsiðnaðinum getur einnig stafað af tölvugerðu eða teiknuðu efni. Teiknimyndir eru að verða sífellt vinsælli og stúdíó eru að framleiða mikið af þeim. Hinar miklu vinsældir sem The Simpsons sankaði að sér hefur hjálpað þessari þróun. Þættirnir um Simpson fjölskylduna, sem allir ættu að þekkja, hafa verið í sýningu í næstum 30 ár og heldur áfram að fá mikið lof og góð ummæli. Nýrri þættir eins og Rick & Morty og South Park frá stúdíóinu Adult Swim eru einnig góð dæmi. Báðar þáttaraðirnar hafa á undanförnum árum uppfært kreditlistana sína með nýjustu tækni í grafískum hönnunarhugbúnaði.

Blind manneskja kærir Apple

Í Nýlegri málsókn er haldið fram að vefsíðuhönnun Apple brjóti gegn lögum sem eiga að stuðla að auðveldara aðgengi fatlaðra. Þann 18. ágúst 2018 sendi Himelda Mendez kvörtun sem hélt því fram að skipulag svæðisins sé erfitt fyrir sjónskerta að skilja. Þar sem vefsíðan er í boði í verslunum félagsins gæti vefsíða Apple verið í bága við lög varðandi fatlaða. Flestar ríkisstjórnir krefjast þess að fyrirtæki veiti fötluðum viðskiptavinum sömu þjónustu og aðrir viðskiptavinir fá, þar á meðal aðgang að vefsvæðum og netþjónustu.

Mendez er löglega blind og notar skjálesara sem þýðir texta og orð í blindraletur eða hljóð. Kvörtunin heldur því fram að forritunarkóðinn sem Apple notar sé ekki nægjanlegur til að leyfa skjálesaranum að þýða síðuna almennilega. Lesarinn getur ekki lýst grafísku myndum síðunnar. Endurteknir tenglar rugla lesarann vegna þess að þeir tengjast oft á sömu vefslóð. Sumar myndir hafa ekki texta sem leyfir skjálesara að vita hvernig hlekkurinn virkar.

Árið 2008, birti W3C, stofnun sem stuðlar að vefstöðlum fyrir fatlaða, leiðbeiningar um hvernig á að gera vefsíður notendavænar fyrir fatlaða. Samkvæmt kvörtuninni er vefsíðuhönnun Apple í samhengi við vísvitandi mismunun , vegna þess að hún hunsar bestu starfsvenjur fyrir vef sem er nothæfur fyrir fólk með fatlanir.

Á þessu ári hafa lögsóknir sem tengjast aðgengi vefsíðna fjölgað. Þá hefur verið 30 prósent aukning frá árinu 2017. Lögfræðingar eru að reyna að koma í veg fyrir kvartanir með því að bregðast við næstum 5.000 málum sem lögð voru inn á fyrstu sex mánuðum ársins 2018. Ný lög, sem leyfa brottækum fyrirtækjum að fá tækifæri til að leiðrétta uppsettningu á vefsvæðum, eru í vinnslu. Kærendur verða að gefa vefsíðueigendum tækifæri á að laga vandann áður en lögsókn er lögð inn.

Vefhönnuðir ættu að hafa aðgang viðskiptavina í huga meðan á skipulagi stendur. Það eru nokkrar venjur sem tryggja að fatlaðir notendur geti auðveldlega farið á vef fyrirtækisins, þar á meðal að nota texta fyrir myndskeið og búa til afrit.

Spilavíti á netinu laða að sér viðskiptavini með notendavænni hönnun

Áætlun fyrir vel hönnuð netspilavíti ætti að einbeita sér að reynslu notenda. Samkeppnin er stíf þar sem keppinautar eru stöðugt að poppa upp á netinu. Fjölgaðu viðskiptavinum þínum með því að samtvinna eftirfarandi þrjú ráð sem gera spilavítið aðlaðandi og auðvelt að nota.

Í fyrsta lagi, auktu þátttöku notanda á vefsvæðinu með aðgerðarsamtali (CTA). Skriflegar skipanir hvetja vefsíðuna til að bregðast við kröfum svæðisins. Vel hannaður CTA hnappur grípur athygli leikmanns, eykur viðskiptahlutfall og leiðbeinir notandanum að viðeigandi aðgerð. Íhuga þarf staðsetningu CTA-hnappsins, stærð hans, texta og lit. Ef hann er uppsettur í rökréttri stöðu, með tælandi litum, þá ætti hann að auka smelli. Einnig er hægt að meta árangur CTA til að tryggja að hnappurinn sé að vinna að viðskiptamarkmiðunum.

Í öðru lagi, leitarkassi er nauðsynlegur fyrir internet spilavíti svo þú getir leitað að hlutum eins og spilakassa, sem hefur mikið og fjölbreytt efni. Leitarkassi gerir vefsvæðið auðveldara í notkun sem eykur ánægju viðskiptavina. Að viðhalda hamingjusömum viðskiptavinum hjálpar spilavíti við að auka viðskipti, bæta vörumerkið, auka reynslu og halda hollustu viðskiptavina. Leitarkassar eru venjulega efst í horninu á vefsíðunni. Settu leitarstikuna þína á sýnilegan blett. Markmið þitt er að gera reynslu leikmanna á netinu þægilega og skemmtilega. Leit í gegnum síður spilavítisins ætti að vera friðsæl reynsla fyrir notandann.

Í þriðja lagi, haltu innihaldinu einföldu. Einfaldur texti hjálpar nýjum leikmönnum að grípa til hefðbundinna spilavítis orða og setninga. Orðalisti, myndskeið og spilavítisleiðbeiningar munu hjálpa byrjendum að læra á síðuna. Með því að lágmarka efni og grafík mun síðan vera virkari, því þá eru hleðslustundir fleiri. Einföld spilavíti eru aðlaðandi og þægileg til notkunar.

Hönnun á netspilavíti sameinar grunn grafík og tækni með einföldu efni til að tæla notendur til að spila leikina. Auðveld leiðsögn og ánægja á fjárhættuspilum byggja hollustu, búa til vinsældir sem dreifir vörumerkinu og veitir viðurkenningu á internetinu. Hönnunin gegnir mikilvægu hlutverki við að auka viðskiptavini spilavítisins.

Af hverju er vefhönnun mikilvæg á Íslandi?

Sumir ímynda sér kannski að Ísland sé bara eyja sem er ekki með alla nútímatækni heimsins á hreinu. Þeir sem hugsa á þennan hátt gætu ekki haft meira rangt fyrir sér. Þegar um er að ræða nýja tækni, nýta íbúar Íslands sér tæknina í mörgum mismunandi myndum, þar á meðal farsíma og þá yfirleitt flottustu og nýjustu snjallsímana.

Hvernig koma snjallsímar vefhönnun við?

Þeir einstaklingar sem hafa snjallsíma nota þá fyrir svo margt annað en samskipti. Þeir eru nú notaðir sem mikilvæg tæki til að komast inn á netið hvar og hvenær sem er. Þetta þýðir að fyrirtæki sem eru á netinu hafa frábært tækifæri til að ná til viðskiptavina sem treysta á farsímann. En þetta mun aðeins nýtast fyrirtækjum ef vefsíða þeirra er vel uppsett og auðveld í notkun. Þetta þýðir að fyrirtækið verður að hafa góða og vel unna vefhönnun.

Hversu mikilvægt er internetið á Íslandi?

Margir verða eflaust hissa þegar þeir komast að því að íbúar Íslands nýta sér internetið meira en flest önnur lönd. Tölfræði sýnir að Ísland er með 92% internetnotkun. Það sem gerir netið hér á landi enn áhugaverðra er að flestar tengingar eru á háhraða neti.

Kostir vefhönnunar.

Ísland er kjörinn markaður fyrir vefhönnuði og þróendur á þessu sviði. Sér í lagi þar sem hægt er að bjóða upp á þessa þjónustu auðveldlega. Fyrir suma getur tungumálið verið hindrun en það eru úrræði sem geta hjálpað til við að sigrast á því.

Lykill að velgengni vefhönnunar á Íslandi er að vera fullkomlega meðvitaður um mikilvægi internetsins, og þá að geta greint þarfir tiltekinna markaða sem tengjast fyrirtækjum sem krefjast vefsíðu.

Allt of oft halda vefhönnuðir sig innan þægindaramma síns sem gæti t.d. verið þeirra eigið land. Ef að vefhönnuður ætlar sér að ná langt þarf hann að geta teygt sig og sína hæfileika til annara landa.