Grafískir hönnuðir ráðnir til að hanna kreditlista sjónvarpsþátta

Nú er það orðinn staðalbúnaður sjónvarpsefnis að hafa hæfileikaríka grafíska hönnuði í röðum sínum til að búa til einstaklega vel gerða kreditlista. Á undanförnum árum hafa margir sjónvarpsþættir lagt áherslu á að hafa listræna og vel hannaða kreditlista.

Áður fyrr voru kreditlistarnir aðeins hugsaðir sem ómerkilegur aukahlutur af hálfu stjórnenda sjónvarpsins. Þeir álitu svo að eini tilgangur þeirra væri að búa til brú frá hrárri opnuninni til fyrsta atriðisins. Nú geta þeir hins vegar jafnvel verið kallaðir einskonar stuttmyndir. Margir kreditlistar innihalda skemmtilegar stafrænar fígúrur og list sem er búin til af nokkrum af bestu grafísku hönnuðum samtímans.

Þakka má sjónvarpsstöðinni HBO fyrir að hefja þessa þróun og gera þetta svona algengt. Þættirnir þeirra True Detective og True Blood innihalda flókna grafíska hönnun sem passar við aðalpersónur þáttanna. Kannski er einna best þekkta dæmið Games of Thrones. Kreditlistarnir eru sífellt að breytast og lagast að framgangi þáttaraðarinnar og skapa heilan heim frammi fyrir augum áhorfandans.

Aðrar þáttaraðir sem er vert að nefna fyrir grafíska hönnun sína í kreditlistum eru X Files, Twilight Zone og Cheers. Þessir þættir hjálpuðu til við nýsköpun í hvernig væri hægt væri að sýna kreditlista. Þeir gerðu þættina einnig auðþekkjanlega og sköpuðu þannig í raun sérstakt vörumerki.

Aukning á grafískum hönnuðum sem starfa í sjónvarpsiðnaðinum getur einnig stafað af tölvugerðu eða teiknuðu efni. Teiknimyndir eru að verða sífellt vinsælli og stúdíó eru að framleiða mikið af þeim. Hinar miklu vinsældir sem The Simpsons sankaði að sér hefur hjálpað þessari þróun. Þættirnir um Simpson fjölskylduna, sem allir ættu að þekkja, hafa verið í sýningu í næstum 30 ár og heldur áfram að fá mikið lof og góð ummæli. Nýrri þættir eins og Rick & Morty og South Park frá stúdíóinu Adult Swim eru einnig góð dæmi. Báðar þáttaraðirnar hafa á undanförnum árum uppfært kreditlistana sína með nýjustu tækni í grafískum hönnunarhugbúnaði.