Að vera tilbúinn til að markaðssetja vefhönnunarþjónustu þína

Þegar þú hefur sett vefhönnunarfyrirtæki þitt á fót er næsta stóra verkefni þitt að markaðssetja þá þjónustu sem að þú býður upp á. Þú þarft að þekkja markhópinn þinn. Þá þarftu einnig að finna hvar þennan markað er að finna svo þú getir átt samskipti við verðandi viðskiptavini þína með markaðsaðgerðum þínum.

Félagsmiðlar

Ekki halda að félagsmiðlar geti ekki hjálpað til við að finna viðskiptavini sem hafa áhuga á vefhönnunarþjónustu. Sumir telja að þessar tegundir vettvangs séu bara til félagslegrar notkunnar. Það eina sem þú þarf að gera er að líta á þær tekjur sem Facebook fær frá auglýsingasölu sinni til að sjá hvað það er hagkvæmur viðskiptavettvangur.

Youtube

Með öllum hugbúnaðinum sem er í boði í dag til að flokka myndskeið, getur þú auðveldlega búið til nokkur áhrifamikil YouTube myndbönd til að markaðssetja þjónustu þína. Það er frábær vettvangur með stórum áhorfendahópum. Með réttu vídeóunum ættirðu ekki að eiga í neinum vændræðum með að finna nýja viðskiptavini.

LinkedIn

Þetta reynist vera annar frábær vettvangur fyrir markaðssetningu. Hann samanstendur af fjölda fólks og fyrirtækja í leit að margvíslegri þjónustu og flestir hafa sína eigin vefsíðu. Það eru mörg tækifæri hér til að ná til hugsanlegra viðskiptavina sem gætu þurft nýjan vefhönnuð eða uppfærslu á núverandi síðu.

Viðskipta möppur

Þær vilja oft gleymast vegna þess að efnið sem hægt er að nota í þeim er takmarkað. Lykillinn hér er að finna viðeigandi möppur sem snerta vefhönnunarþjónustu þar sem skráin sjálf er vel flokkuð. Sumir eru tregir til að nota fyrirtækjaskrár vegna samkeppnarinnar sem þar er. En ef nafn fyrirtækis er ekki að finna hér þá hafa aðrir samkeppnisaðilar sérstakt forskot.

Smáauglýsingar

Smáauglýsingar hafa verið til staðar áratugum saman og þær standa enn fyrir sínu og eru ótrúlega gagnlegt úrræði. Einföld auglýsing sem snýr að vefhönnun getur leitt til nokkurra verulegra góðra viðskiptavina.