Bestu vefmarkaðirnir fyrir hönnuði

Fyrir nútímahönnuði er mikilvægt að vera með puttann á púlsinum varðandi tækniþróun og að vita hvað er í boði á internetinu. Nú a dögum er að verða algengara og algengara að selja vörur í gegnum netið og það getur verið mjög gagnlegt fyrir hönnuði að vera kunnugir í þeim efnum. Að selja vörur og hönnun á netinu gefur frjálsan vinnutíma, býður upp á breiðari hóp viðskiptavina og er síðast en ekki síst ódýrara og auðveldara í rekstri. Fjöldi vefsíða býður upp á slíka þjónustu og það tekur enga stund að setja upp sína eigin vefsíðu gegn lágu gjaldi.

Fiverr

Síðan Fiverr er tilvalinn vettvangur fyrir grafíska hönnuði til að finna viðskiptavini. Það kostar ekki nema 5 dollara að byrja þar. Fiverr hefur líka sett upp app sem auðveldar bæði viðskiptavinum og hönnuðum notkun þess mikið.

Etsy

Á vefsíðunni Etsy er hægt að búa til sína eigin síðu og hver sem er getur skoðað og fundið hvað er í boði. Þetta er tilvalið fyrir alla hönnuði því það er frekar frjálst hvað er selt á síðunum. Ef þú hefur nokkrar vörur tilbúnar nú þegar, þá er auðvelt mál að búa til Etsy búð og byrja að selja.

Zazzle

Zazzle er annar vinsæll netmarkaður fyrir ýmis komar hönnuði. Hér getur viðskiptavinur pantað vörur beint frá hönnuðum.

Graphic River

Netmarkaðurinn Graphic River er mikið heimsótt síða þar sem hönnuðir geta selt alls kyns hönnun. Allt frá bloggþemum til mynda og merkja. Allt sem er selt á síðunni fer í gegnum ákveðið gæðaeftirlit svo þar er eingöngu hægt að finna fínar vörur, svo fólk veit að það er að fá sitt fyrir peninginn.

Að lokum

Til er fjöldinn allur af vefsíðum fyrir hönnuði til að selja vörur, og þessi listi fer aðeins yfir brotabrot af þeim. Þessar fjórar síður eru dæmi um þær sem eru mest heimsóttar og flestir hljóta árangur af.