Fimm áhugaverðir valkostir – Vefhönnunarnámskeið

Það tekur mikla umhugsun að ákveða að verða vefhönnuður. En ákvörðunartakan endar ekki þar. Nú er kominn tími til að ákveða hvaða námskeið þú vilt taka og hvernig vefhönnuður þú vilt vera. Það eru mörg námskeið til að velja úr, þannig að þú ættir að rannsaka þau vandlega til að ákvarða hver höfða mest til þín.

Digital Film Academy

Vefhönnunarnámskeiðið sem er í boði hjá þessari þjálfunarstofnun leggur mikla áherslu á kóðun. Nemendur sem taka þátt í þessu námskeiði munu læra allt um HTML, CCS, Javascript, jQuery, Ruby og Rails.

McMaster University

Fyrir þá sem hafa áhuga á vefhönnun, og vilja taka námskeið sem lýkur með vottun um að þau séu löggildir vefhönnuðir, þá er McMaster rétti skólinn. Hann er staðsettur í Kanada en námskeiðið er á netinu og er því aðgengilegt fyrir nemendur utan Kanada. Námsefnið felur í sér kóðun en leggur einnig áherslu á önnur svið sem eru mikilvæg fyrir vefhönnuði, eins og móttækilega vefhönnun.

International Career Institute

Hér er fagmennska í fyrirrúmi og í boði er faglegt námskeið í vefhönnun sem er viðurkennt af Association of Private Career Colleges. Munurinn á þessu námskeiði er sú að það er einblýnt á beina nálgun og er ekki bara byggt á kenningum.

UC Berkley

Þessi námsstofnun býður upp á faglegt námskeið í grafískri hönnun. Þetta er 9 mánaða námskeið, sem mörgum finnst mjög hagstætt. Það þýðir að þá er hægt að útskrifast og koma inn á vinnumarkaðinn tiltölulega fljótt.

Lynn University

Fyrir þá sem vilja fá meiri þjálfun í vefhönnun og vilja fara í framhaldsnám, þá býður þessi háskóli þann möguleika. Þetta er námskeið á netinu sem er nokkuð víðtækt og felur meðal annars í sér að læra um hönnunaraðferðir, forritunarmál og hvernig á að búa til vefsíður.

Þetta er úrval af bæði stuttum og langtíma námskeiðum sem eru í boði bæði á netinu og í staðnámi.